EuroIA 2018: 27.-29. september

0
720

EuroIA summit er leiðandi ráðstefna evrópskra sérfræðinga innan upplýsingaarkitektúrs (IA) og notendaupplifunar (UX). Hópur sjálfboðaliða skipuleggja ráðstefnuna sem haldin er árlega í mismunandi löndum innan Evrópu. Árið 2018 verður hún haldin í Dublin á Írlandi dagana 27.-29. september.

Ráðstefnan er þannig uppbyggð að fyrir hádegi eru vinnustofur og eftir hádegi fyrirlestrar og kynningar.

Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á vef EuroIA.