Samfélagsmiðlastefna Huxa

0
836

Þarfagreining leiddi í ljós að samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og  LinkedIn hæfa markhópum Huxa best. Því voru þessir miðlar valdir til að styðja við efni og markmið vefsins.

Farið var í stefnumótunarvinnu fyrir samfélagsmiðla Huxa. Greind voru lykilskilaboð, markmið sett fram, sérstaðan tilgreind, heildræn rödd afmörkuð og unnin samfélagsmiðlastefna.

Hér er opinbinber samfélagsmiðlastefna fyrir huxa.is:

Við hvetjum starfsfólk til að vera virkir þátttakendur á samfélagsmiðlum. Með þessari leiðbeinandi stefnu eru sett viðmið um þátttöku á samfélagsmiðlum bæði á persónulegum aðgangi, auk samfélagsmiðla á vegum Huxa.

Samfélagmiðlar Huxa
Við ætlum að þekkja markhópana okkar vel og hafa þá í huga þegar við setjum inn efni. Netheimurinn samanstendur af núverandi notendum og mögulegum framtíðarnotendum. Gætum okkar að gera þessa hópa ekki fráhverfa okkur.

Ef upp koma mál á samfélagsmiðlum sem þarf að svara skal láta ábyrgðaraðila samfélagsmiðla Huxa vita. Snöggur viðbragðstími skiptir miklu máli. Eftirfarandi aðilar hafa umboð til að setja efni inn á samfélagsmiðla Huxa ásamt því að vera með umsjón og bera ábyrgð á þeim.

Dagbjört Tryggvadóttir dagbjort@huxa.is – ábyrgðaraðili (admin)
Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir heidrun@huxa.is – ábyrgðaraðili (admin)

Ástæða þess að allt fer í gegnum þessa aðila er að viðhalda samræmdum tóni vörumerkis og hafa yfirsýn yfir efni á samfélagsmiðlunum.

Gildin

Nákvæmni
Við ætlum að segja satt og rétt frá.

Auðmýkt
Við eigum í samskiptum með auðmýkt í huga.

Almenn skynsemi
Við ætlum að nota almenna skynsemi þegar við setjum inn efni á samfélagsmiðla

Hvað stöndum við fyrir?

Gagnsæi
Við ætlum að vera heiðarleg í öllum okkar samskiptum á samfélagsmiðlum. Ef við tökum þátt í samræðum tengdum Huxa tökum við fram að við störfum fyrir Huxa og tilgreinum hvaða stöðu við gegnum þar.

Virðing
Við virðum notendur okkar og tölum við þá á kurteisan og jákvæðan hátt. Við berum virðingu fyrir skoðunum annarra.

Siðferði
Við setjum ekki inn efni sem getur verið ærumeiðandi, ósiðsamlegt, fordómafullt, hatursfullt, ógnandi, móðgandi eða sýnir óþol fyrir skoðunum annarra. Við látum ekki frá okkur rætin ummæli eða erum með persónulegar árásir.

Innsæi
Við leggjum okkur fram um að þekkja notendur vel og reyna að svara hverjum og einum þannig að við sýnum sköpunarkraft okkar.