Samfélagsmiðlastefna: Viðtal við Kolbein hjá Athygli

0
1185

Kolbeinn Marteinsson er framkvæmdastjóri markaðs- og almannatengslafyrirtækisins Athygli. Kolbeinn starfar við markaðs- og kynningarráðgjöf. Á undanförnum árum hefur hann lagt mikla áherslu á stafrænar markaðsnálganir, samfélagsmiðla og rafræna markaðssetningu.

Við fórum og hittum Kolbein til þess að ræða við hann um samfélagsmiðlastefnur.

Í myndskeiðinu ræðir Kolbeinn um hvað þarf að hafa í huga við undirbúning samfélagsmiðlastefnu.

Hann talar um mikilvægi þess að skilgreina vel:

  • hvernig á að markaðssetja fyrirtækið
  • til hvaða markhóps á að ná til með miðlunum
  • hvaða samfélagsmiðla á að nota
  • hvenær og hvernig skuli svara á samfélagsmiðlum fyrirtækja
  • hlutverk starfsmanna á miðlunum
  • hlutverk fylgjenda á miðlunum

Kolbeinn ræðir einnig hvernig Ísland kemur út í alþjóðlegum samanburði, hvort fólk og fyrirtæki séu almennt meðvitað um mikilvægi samfélagsmiðlastefnu hér á landi og mögulegar afleiðingar ef ekki er hugað að þessum málum.

Athugið að hægt er að velja íslenskan texta á myndskeiðið.