Sérfræðingur í markaðsmálum

0
628

Umsóknarfrestur er til 14. júní 2018.

Viltu starfa í skapandi umhvefi og hefur brennandi áhuga á markaðsmálum?

Orkuveita Reykjavíkur leitar eftir liðsstyrk í teymi markaðs- og vefmála þar sem tekist er á við afar fjölbreytt verkefni við að upplýsa, fræða og hafa áhrif á hegðun fólks.

Verkefnin eru fjölbreytt og skapandi þar sem nokkrum vörumerkjum er sinnt og starfsmenn eru virkir í uppbyggingu þeirra. Þetta er tækifæri fyrir markaðsfólk sem hefur metnað til að vaxa í starfi.

Í starfinu felst:

  • að halda utan um verkefni og viðburði
  • þátttaka í gerð markaðsefnis
  • teymisvinna og þáttaka í daglegum störfum markaðs- og vefteymis
  • samskipti við markaðsstofu
  • birtingar og eftirfylgni

Til þess að takast á við þetta starf þarftu að:

  • hafa góða þekkingu á markaðsmálum
  • vera skapandi, geta séð hlutina í öðru ljósi – geta varpað nýju ljósi á hluti sem öðrum finnast hversdagslegir
  • eiga gott með að starfa í ýmsum teymum eftir því sem verkefnin kalla á þig og hafa helling af þjónustulund
  • hafa reynslu af grafískri vinnslu og þekkingu á Adobe hönnunarforritum (PremierPro) eða sambærilegu

Sjá nánar á alfred.is