Umsóknarfrestur er til 9. september 2018.
Húsasmiðjan auglýsir eftir framúrskarandi einstaklingi í starf vefstjóra. Vefverslun Húsasmiðjunnar hefur verið tilnefnd af SVEF sem vefverslun ársins tvö ár í röð, 2016 og 2017.
Starf vefstjóra er fjölbreytt, spennandi og krefjandi. Vefstjóri ber ábyrgð á rekstri og þróun á heimasíðum og vefverslun Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts. Auk þess kemur vefstjóri mikið að stafrænni markaðssetningu t.d. á samfélagsmiðlum.
Vefstjóri starfar í markaðsdeild og heyrir undir markaðsstjóra.
Starfssvið
- Stýring, þróun og viðhald á heimasíðum Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts.
- Dagleg umsjón, efnisinnsetning, ritstýring og uppfærsla á vefsvæðum fyrirtækisins.
- Umsjón með vefverslun husa.is, blomaval.is og iskraft.is ásamt þjónustuvef fyrirtækisins.
- Vinnsla myndefnis og yfirumsjón með viðhaldi á vöruskrá á vef í samstarfi við vörusvið.
- Markaðssetning á samfélagsmiðlum ásamt starfsfólki markaðsdeildar.
- Önnur tilfallandi verkefni er tengjast vefmálum, s.s. leitarvélabestun, greining á gögnum o.fl.
Hæfniskröfur
- Reynsla í vefumsjón og verkstjórn eða sambærilegu starfi.
- Gott vald á íslensku og hæfni til að skrifa texta.
- Nákvæmni, agi og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af vinnu með vefumsjónarkerfi (open source kerfi t.d. Umbraco) er kostur.
- Grunnþekking á HTML (5), CSS og Javascript er kostur.
- Þekking á stafrænni markaðssetningu.
- Þekking á myndvinnslu t.d. Photoshop, Indesign eða Illustrator er kostur.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Sjá nánar á alfreð.is