Vefstjóri

0
691

Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2018.

Samgöngustofa leitar að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á vef- og samskiptamálum. Helstu verkefni snúast um daglega umsjón, efnisinnsetningu og uppfærslur á ytri og innri vef Samgöngustofu, söfnun og miðlun upplýsinga og áframhaldandi þróun vefsvæða. Að auki mun viðkomandi vera staðgengill samskiptastjóra. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Reynsla af vefstjórnun æskileg.
• Áhugi á vefmálum nauðsynlegur.
• Reynsla og hæfni í textagerð ásamt afbragðsgóðri íslensku- og enskukunnáttu.
• Kunnátta í nýtingu samfélagsmiðla.
• Hæfni til að miðla af lipurð margvíslegum upplýsingum.
• Frumkvæði í starfi og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Leitað er að ábyrgum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem getur unnið jafnt sjálfstætt og með öðru fólki.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Samgöngustofa býður góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Sjá nánar á Starfatorg.is